Vape og brjóstagjöf
26. mars 2024
Það er ekki mælt með því að nota nikótín á meðan að vera með á brjósti en er í lagi að nota veip án nikotinið? Og augljóslega ekki kringum barnið?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Ekki er mælt með að nota veip þrátt fyrir að það innihaldi ekki nikótín. Það getur innihaldið önnur hættuleg efni. Ef kosið er að veipa þá á ekki að hætta við brjóstagjöf. Þá ætti að gera það ekki í umhverfi barnsins og alltaf eftir brjóstagjöf (en ekki fyrir) svo að það sé minnst magn í blóðinu sem færi yfir til barnsins. Ég ráðlegg þér að hafa samband við ljósmóður í meðgönguvernd eða hjúkrunarfræðing í ungbarnavernd. Gangi þér vel.
Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.