Verkir neðarlega í kvið á meðgöngu
02. október 2025
Hæhæ er komin 39 vikur og er með mikinn verk vinstra megin neðarlega í kvið. Hann er búinn að vera í 10 min og er ekkert að fara er þetta eðlilegur verkur eða óeðlilegur verkur?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Verkirnir sem þú lýsir eru líklega togverkir. Togverkir eru algengir á meðgöngu. Togverkir í nára stafa af því að legböndin eru að lengjast, en þau fjórfalda lengd sína á meðgöngunni.
Þrátt fyrir að togverkir geti verið mjög sárir eru þeir algerlega skaðlausir.
Ráðfærðu þig við ljósmóður eða lækni ef verkir eru miklir á meðgöngunni.
Sjá nánari upplýsingar um meðgöngukvilla hér.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einardsóttir, ljósmóðir.