Vítamín á meðgöngu
27. maí 2024
Hæhæ, Má taka venja create og krakkalýsi á sama tíma á meðgöngu?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Create pakkinn frá Venju, sem gerður er með seinni tvo þriðjunga meðgöngu í huga, ætti almennt að vera nóg. Í einhverjum tilvikum er ráðlagt meira eða minna af einstökum vítamínum, meðal annars ef þekktur vítamínskortur er til staðar.
Krakkalýsi ætti að ekki að taka á meðgöngu vegna A vítamíns sem ekki er sérstaklega mælt með á meðgöngu. Hættumörk m.t.t. mögulegs fósturskaða eru 3000 míkrog A vítamíns á dag.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.