Vítamín frá Venju á meðgögnu
28. júlí 2025
Góðan daginn, inniheldur vítamín pakkinn “Essential” frá Venju öll þau vítamín sem þarf fyrstu 12 vikurnar eða er eitthvað í þeim pakka sem er ekki ráðlagt að taka fyrstu vikurnar ?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspunina,
Essential vítamínið frá Venju inniheldur þau vítamín sem ráðlagt er að taka fyrstu vikur meðgöngunnar. Fyrir þungaðan einstakling sem borðar fjölbreytta fæðu og er ekki með þekktan vítamínskort gætu verið vítamín í pakkanum sem ekki er þörf á en þó í lagi að taka.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir ljósmóðir.