Meðgöngudagatal

Þungunarprófið er jákvætt - til hamingju þú átt von á barni!

Hér má sjá sundurliðun um það sem gerist hjá þér og barninu í hverri viku meðgöngu.

Reikna fæðingardag
Hver var fyrsti dagur síðustu blæðinga?
Lengd tíðahrings:
Reikna
Væntanlegur fæðingardagur er
Þú ert gengin  vikur og  daga
Barnið er væntanlegt
Fyrsti þriðjungur
Annar þriðjungur
Þriðji þriðjungur
Vika fyrir viku
Vika

Tíðahringurinn skiptist í þrennt. Fyrsta tímabilið er undirbúningstími legsins til að taka á móti frjóvguðu eggi, á öðru tímabilinu losnar eggið og það ferðast niður í legið. Þriðja tímabilið, blæðingin, verður ef frjóvgun á sér ekki stað. Þessi reiknir gerir ráð fyrir að 14 dagar líði frá egglosi að byrjun blæðinga.

Þegar frjóvgað egg tekur ser bólfestu í leginu getur komið smá blæðing. Stundum telja konur að um tíðablæðingu sé að ræða og getur það skekkt útreikning á því hversu langt konan er gengin með.

Almennt er talað um að meðganga sé 40 vikur, en við hvað er miðað? Venjan er að reikna út frá fyrsta degi síðustu blæðinga en það þýðir að fyrstu tvær vikurnar eru blæðingar að klárast og egglos verður. Meðgangan byrjar því ekki í raun fyrr en á þriðju viku.

Í sónarskoðun á 19-20 viku er meðgöngulengd reiknuð út, og er miðað við stærð fóstursins við þessa reikninga.

Sumir telja að með betra húsnæði, fæði og minni vinnu kvenna á síðustu öld hafi meðgangan lengst. Við á ljosmodir.is ætlum ekki að leggja mat á það en hinsvegar ganga margar konur með lengur en 40 vikur en við 42 vikur er fæðingu komið af stað. 

Þess ber einnig að geta að streita, andlegt álag, hræðsla og aðrir utanaðkomandi þættir geta haft áhrif á konuna þannig að fæðing fari fyrr eða seinna af stað en áætlaður fæðingadagur segir til um og því má ekki taka svona útreikninga hátíðlega!

Þar sem talað er um að getnaður hafi átt sér stað, svörun þungunarprófa, hreyfingar o.s.frv. er um að ræða meðaltals dagsetningu og getur munað dögum og jafnvel vikum á milli kvenna og milli meðganga hjá sömu konu.