Góðan daginn, inniheldur vítamín pakkinn “Essential” frá Venju öll þau vítamín sem þarf fyrstu 12 vikurnar eða er eitthvað í þeim pakka sem er ekki ráðlagt að taka fyrstu vikurnar ?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspunina,
Essential vítamínið frá Venju inniheldur þau vítamín sem ráðlagt er að taka fyrstu vikur meðgöngunnar. Fyrir þungaðan einstakling sem borðar fjölbreytta fæðu og er ekki með þekktan vítamínskort gætu verið vítamín í pakkanum sem ekki er þörf á en þó í lagi að taka.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir ljósmóðir.
Hææ er í góðu lagi að borða kokteilsósu,hamborgarasósu, pítusósu á meðgöngu ? Og er sýrður rjómi allt í lagi ?
Takk fyrirGóðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Allar þær matvörur sem þú nefnir er í góðu lagi að neyta á meðgöngu. Kaldar sósur sem keyptar eru í búðum hérlendis eru gerilsneyddar og því óhætt að borða þrátt að þær gætu innihaldið hrá egg.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Góðan daginn,
Ég er öll bitin af lúsmý og komin 12 vikur á leið. Má ég nota mildison eða after-bite krem?Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Það er í lagi að nota mildison á meðgöngu og einnig ætti að vera í lagi að nota after-bite á þau svæði sem bitin eru.
Ef þú færð mikinn kláða og útbrot gæti reynst vel að taka ofnæmislyf. Hér eru upplýsingar um þau ofnæmislyf sem er í lagi að taka inn á meðgöngu. Gangi þér vel.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.

Alþjóðasiðareglur ljósmæðra
Siðareglur ljósmæðra byggja á gagnkvæmu trausti og virðingu og á þeirri meginhugsun að sérhvern einstakling beri að virða sem manneskju.
Fæðingartölur á Íslandi
- 0
Að meðaltali fæðir kona/leghafi 1,6 barn á ævi sinni. Sú tíðni hefur jafnt og þétt farið lækkandi síðastliðna áratugi.
- 0
Árið 2023 fæddust samtals 2257 drengir, sem var tæplega helmingur allra fæddra barna.
- 0
Á sama tíma fæddust 2058 stúlkur, sem gerði heildarfjölda nýfæddra barna að 4315.
