Er óhætt að taka inn Quetiapine á meðgöngu?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Lyfið Quetiapine tilheyrir flokki lyfja sem nefnast geðrofslyf. Ávalt er mælt með að hafa samráð við lækni (heimilislækni eða geðlækni) um áframhaldandi meðferð eða breytingu á geðlyfjum vegna þungunar. Ég ráðlegg þér að hafa samband við ljósmóður í meðgönguvernd, þinn heimilislækni eða geðlækni til að fá svör við þínum spurningum hvort sem þú ert orðin þunguð eða sjáir fyrir þér að þungun í náinni framtíð. Þar ættir þú að fá góðar ráðleggingar og stuðning. Gangi þér sem allra best.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Hæhæ, er komin 16 vikur á leið, vinn í vinnu sem ég labba rosalega mikið og ef ég vinn rosalega mikið fæ ég verk í vinstri vömbina.
Hringdi í 1700 og þau sögðu ekki að hafa áhyggjur því þetta kemur ef maður reynir of mikið á sig, vildi spurja ykkur til að vera alveg viss.
Þessi verkur hefur komið tvisvar sinnum og gerist bara í vinnuni.Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Verkirnir sem þú lýsir eru líklega togverkir. Togverkir eru algengir á meðgöngu. Togverkir í nára stafa af því að legböndin eru að lengjast, en þau fjórfalda lengd sína á meðgöngunni.
Togverkir geta komið við lítið álag eins og það að stíga fram úr rúmi eða standa upp úr stól. Langar göngur og kyrrstöður geta einnig aukið á togverki.
Þrátt fyrir að togverkir geti verið mjög sárir eru þeir algerlega skaðlausir.
Ráðfærðu þig við ljósmóður eða lækni ef verkir eru miklir á meðgöngunni.
Sjá nánari upplýsingar um meðgöngukvilla hér.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einardsóttir, ljósmóðir.
Hæhæ konan mín er 10 vikna ólétt og það var að leka brúnn vökvi úr henni og við höfum áhyggjur að því þetta var dáltið mikið sem kom úr hjá henni meira en allavega í fyrsta skiptið þetta er í annað skiptið sem þetta gerist við höfum smá áhyggjur við erum að reyna fá fyrsta barnið okkar í heimin.
Takk fyrir fyrirspurnina. Brún útferð á fyrsta þriðjungi meðgöngu er algeng og getur verið meinlaus. Brún útferð getur verið gömul blæðing frá því að frjóvgun varð. Þá þarf að meta magn, hvort fylgi verkir eða annað óeðlilegt. Ég ráðlegg ykkur að heyra í ljósmóður í heilsugæslu ef þið hafið áhyggjur. Gangi ykkur vel.
Kær kveðja, Elfa Lind ljósmóðir.

Alþjóðasiðareglur ljósmæðra
Siðareglur ljósmæðra byggja á gagnkvæmu trausti og virðingu og á þeirri meginhugsun að sérhvern einstakling beri að virða sem manneskju.
Fæðingartölur á Íslandi
- 0
Að meðaltali fæðir kona/leghafi 1,6 barn á ævi sinni. Sú tíðni hefur jafnt og þétt farið lækkandi síðastliðna áratugi.
- 0
Árið 2023 fæddust samtals 2257 drengir, sem var tæplega helmingur allra fæddra barna.
- 0
Á sama tíma fæddust 2058 stúlkur, sem gerði heildarfjölda nýfæddra barna að 4315.
