Hæhæ, má ég fara í flestar ferðalaga bólusetningar á meðgöngu?
Er að fara til Morokko í lok Mars og verð komin 27 vikur og er að velta því fyrir mér hvort ég megi fara í þessa 4 daga ferð.Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Ég myndi vilja ráðleggja þér að hafa samband við hjúkrunarfræðinga á heilsugæslunni þinni til að fá bólusetningaráðgjöf. Hjúkrunarfræðingur fer þó yfir bólusetningar með þér og ráðleggur þér um framhaldið. Þá væri einnig gagnlegt að ræða við þína ljósmóður í meðgönguvernd um það hvort ferðalagið væri ráðlagt. Þarf þá meðal annars að huga að því hvort áhættuþættir séu til staðar á meðgöngunni sem gera ferðalagið áhættusamt.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Má drekka Collab með koffíni, auðvitað í lágmarki
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Þar sem koffín ferðast yfir fylgju til fósturs er öruggast að sleppa koffínintöku á meðgöngu. Drekki einstaklingur koffín á meðgöngu er ráðlagt er að drekka ekki meira en það sem svarar einum til tveimur bollum af kaffi á dag, en það eru um 100-200 mg af koffíni.
Mismunandi er milli orkudrykkja hvaða innihaldsefni eru til staðar og því einhverjir drykkir taldir "skárri" en aðrir. Skortur er á langtímarannsóknum á neyslu orkudrykkja á meðgöngu og því ekki hægt að mæla með neyslu þeirra.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Er í lagi að drekka Happy hydrate eða Energy express frá Happy á meðgöngu?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Happy hydrate er í lagi að drekka á meðgöngu í hófi. Drykkir sem innihalda sykur/sölt geta verið ráðlagðir ákveðnum aðilum á meðgöngu. Fyrir aðra eru þeir óþarfi. Endilega spjallaðu við þína ljósmóður í meðgönguvernd til að fá frekari upplýsingar.
Energy express inniheldur töluvert koffín og því betra sleppa inntöku þess.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.

Alþjóðasiðareglur ljósmæðra
Siðareglur ljósmæðra byggja á gagnkvæmu trausti og virðingu og á þeirri meginhugsun að sérhvern einstakling beri að virða sem manneskju.
Fæðingartölur á Íslandi
- 0
Að meðaltali fæðir kona/leghafi 1,6 barn á ævi sinni. Sú tíðni hefur jafnt og þétt farið lækkandi síðastliðna áratugi.
- 0
Árið 2023 fæddust samtals 2257 drengir, sem var tæplega helmingur allra fæddra barna.
- 0
Á sama tíma fæddust 2058 stúlkur, sem gerði heildarfjölda nýfæddra barna að 4315.











