Heimaþjónusta ljósmæðra

Heimaþjónusta ljósmæðra

Heimaþjónusta í sængurlegu er í boði fyrstu 10 dagana eftir fæðingu. Mismunandi er eftir byggðarlögum hvort þar er ljósmóðir sem veitir slíka þjónustu og er verðandi mæðrum/foreldrum bent á að leita sér upplýsinga í sínu byggðarlagi hafi þau áhuga á slíkri þjónustu.

Landlæknisembættið hefur gefið út faglegar leiðbeiningar fyrir heimaþjónustu ljósmæðra til að tryggja öryggi móður og barns. 

Á Meðgöngu- og sængurlegudeild LSH er boðið upp á sólarhringssamveru foreldra/forráðamanns og barns eftir fæðingu. Á Meðgöngu- og sængurlegudeild getur móðir fengið að dvelja í allt að 24 klst. ásamt barni sínu og barnsföður eða öðrum aðstandanda. Ef ástæða þykir til geta konur dvalist í allt 72 tíma á deildinni, t.d. þegar konan hefur fætt með keisaraskurði. Barnsfaðir eða aðstandandi þarf að greiða fyrir „fæði og húsnæði" en ekki þarf að greiða fyrir móður og barn.

Á öðrum sængurlegudeildum á landinu getur móðir fer allt eftir aðstæðum á hverjum stað hvort faðir eða annar aðstandandi getur dvalið á sjúkrahúsinu með móður og barni.

Upplýsingar um ljósmæður sem taka að sér heimaþjónustu er að finna á Ljósmæðrarfélags Íslands.

Janúar 2019

 

Valmynd