Húð og slímhúð

Vegna hormónabreytinga við brjóstagjöf verða allar slímhúðir í líkamanum þurrari en þær eru venjulega. Þurrar slímhúðir geta líka leitt til sársauka við samfarir en við því má nota sleipiefni. Þessar breytingar ganga svo til baka þegar jafnvægi kemst á hormónin eftir að brjóstagjöf er hætt. Konur sem hafa barn á brjósti svitna oft mikið sérstaklega fyrstu vikurnar eftir fæðingu. Konan finnur oft fyrir miklum þorsta, sérstaklega þegar hún er að gefa brjóst og er nauðsynlegt að hafa vatnsglas við höndina.

Nóvember 2018

Valmynd