Þreyta

Margar konur finna fyrir þreytu á meðgöngu og þurfa að hvílast og sofa meira en venjulega.

Ráð við þreytu á meðgöngu

  • Mikilvægt er að nýta þær auka stundir sem að þú færð til að hvílast.
  • Þegar að þú finnur fyrir þreytu er gott að leggjast, hvílast eða sofna.
  • Gott er að setjast niður og lyfta fótum upp á stól til hvíldar um stund.
  • Gönguferð helst daglega er styrkjandi og eykur vellíðan og slökun.
  • Reyndu að forðast allt auka álag.

Ef að þú ert mjög þreytt og nærð ekki hvíld skaltu ræða málið við ljósmóðurina þína í meðgönguverndinni. 

Gangi ykkur vel.

Heimildir

Bennett,V.R. og Brown, K (1996). Myles textbook for midwifes. Churchill Livingstone.

Silverton, L. (1993). The Art and Science of Midwifery. Prentic Hall.

Valmynd