Verkir

Tilgátur hafa verið uppi um að þyngdaraukning og breyttur jafnvægispunktur væri orsökin fyrir verkjum í mjóbaki og mjaðmagrind á meðgöngu en sú staðreynd að margar konur finna fyrir verkjunum löngu áður en þyngdaraukning verður veruleg og lögun líkamans breytist verulega styður ekki þessa kenningu. Þær konur sem finna fyrir þessu byrja yfirleitt að finna fyrir verkjunum á fimmta til sjöunda mánuði en það er eftir þann tíma sem mesta þyngdaraukningin verður. Tilgátur hafa einnig verið um að bakverkir á meðgöngu séu vegna áhrifa frá hormónum, sérstaklega relaxíns, sem slakar á liðböndum og minnkar þannig stuðning við liði. Nokkrir þættir styðja þessa tilgátu m.a. það að fylgni hefur fundist milli relaxín gildis og verkjakvartana.

Til að fyrirbyggja grindarverki

 • Nota líkamsstellingar sem hindra óþarfa tog á neðri hluta baks
 • Gera æfingar til að styrkja rassvöðva og grindarbotnsvöðva
 • Nota fjölbreyttar líkamsstellingar , t.d. við vinnu
 • Forðast að beygja sig niður með bogið bak
 • Forðast að ryksuga og skúra gólf
 • Hvíla sig um miðjan dag til að koma í veg fyrir verk vegna vöðvaþreytu
 • Sitja í stól sem styður vel við bak
 • Nota kodda til stuðnings fyrir fótinn sem er ofar þegar legið er á hlið
 • Nota kodda til stuðnings fyrir kvið þegar legið er á hlið
 • Ef rúmið er mjúkt er gott að búa til rúllu t.d. úr handklæði til stuðnings við mittið
 • Forðast snúning þegar farið er fram úr rúmi. Velta sér á hlið, beygja hné og reisa sig upp með því að nota höndina þeim megin sem snýr að dýnunni meðan fæturnir fara smám saman niður á gólf
 • Betra er að ganga en standa lengi kyrr
 • Ef konan þarf að standa getur verið gott að færa þungann á milli eða að nota skammel til að setja annan fótinn upp á en þá þarf að skiptast á með reglulegu millibili
 • Temja sér strax í upphafi meðgöngu að nota lærvöðvana (beygja hné) þegar einhverju er lyft til að forðast álag á bak og einnig til að styrkja lærvöðva, sem kemur sér vel á seinni hluta meðgöngu
 • Forðast að lyfta mjög þungum hlutum
 • Þegar haldið er t.d. á innkaupapokum er mikilvægt að dreifa þyngdinni jafnt til að jafn álagið

Almenn meðferð við verkjum í baki og mjaðmagrind

 • Til að hvíla þreytta vöðva má gera eftirfarandi:
 • Liggja á bakinu með fætur upp á stól
 • Sitja í hægindastól sem styður vel við bakið
 • Standa og teygja á bakinu (fetta). Styðja með höndum á bak
 • Vera í lágbotna skóm sem styðja vel við
 • Nota púða til stuðnings við bak
 • Taka stutt hlé og hvíla sig í stellingu sem er þægileg
 • Hitapokar, kælipokar (ekki gufubað – ekki nuddpottar)
 • Nudd
 • Æfingar fyrir rassvöðva og grindarbotn
 • Grindarbotnsæfingar
 • Slökun
 • Hvíld í nokkra daga getur verið góð meðan kona er að jafna sig eftir slæmt verkjakast
 • Nálastungur

Meðferð við verkjum í afturhluta mjaðmagrindar

 • Forðast hlaup, göngur og sérstaklega að ganga í tröppum
 • Forðast ójafnt álag á mjaðmagrindina
 • Endurmeta líkamsrækt. Forðast æfingar sem reyna mikið á mjaðmagrind og hrygg
 • Hvíld í nokkra daga getur verið góð meðan kona er að jafna sig eftir slæma verki
 • Jafna þyngd t.d. ef verið er að bera innkaupapoka
 • Stuðningsbelti eru talsvert notuð. Þau eru talin auka getu konunnar til að ganga og minnka verki. Beltið kann þó ekki að henta öllum komun því einstaka konur finna fyrir auknum verkjum við notkun. Beltið má nota eftir þörfum t.d. við ákveðnar hreyfingar eða eftir ákveðnar hreyfingar sem valda verkjum. Ef verkir aukast eða minnka ekki við notkun beltisins má hafa í huga að það sé ekki rétt notað ef svo er ætti alls ekki að nota beltið
 • Ef stóll er stillanlegur: lækka fremsta hluta setunnar niður og/eða hækka aftari hluta setunnar upp
 • Forðast að snúa sér um leið og einhverju er lyft
 • Forðast að sitja hokinn.

Meðferð við mjóbaksverkjum

Að nokkru leyti er sama meðferð við mjóbaksverkjum og verkjum í afturhluta grindar en nokkrar ráðleggingar eiga eingöngu við mjóbaksverki en alls ekki við verki í afturhluta grindar.

 • Nota skammel til að tylla öðrum fæti á, bæði þegar setið er og staðið. Skipta reglulega um fót
 • Ganga og sund er góð líkamsrækt í hæfulegu magni
 • Teygja vel úr sér – „gera sig stóra"
 • Taka sér tíma um miðjan dag til að hvíla sig
 • Gott að sitja öfugt á stól og halla sér fram á stólbakið
 • Halda áfram sömu líkamsrækt og fyrir meðgöngu – ef konan treystir sér til

Heimildir

Birna G. Gunnlaugsdóttir (1999). Grindarlos. Tímarit Gigtarfélags Íslands, 10-11.

Björklund, K. & Bergström, S. (2000). Is pelvic pain in pregnancy a welfare complaint? Acta Obstet Gynecol Scand, 79, 24-30.

Brayshaw, B. í Sweet, B.R. (1999). Mayes' Midwifery A Textbook for Midwifes. Kafli um Líkamlegar æfingar fyrir, á og eftir meðgöngu. bls. 318-331.

Félag áhugafólks um grindarlos. Heilræði. Upplýsingar sóttar á veraldarvefinn 23. október 2001: http://www.heimsnet.is/grindarlos/1tbl2arg.htm

Perkins, J., Hammer, R.L. & Loubert, P.V. (1998). Identification and management of pregnancy-related low back pain. Journal of Nurse-Midwifery, 43 (5), 331-340.

Östegaard, H.C., Zetherström, G., Roos-Hansson, E. & Svanberg, B. (1994). Reduction of Back and Posterior Pelvic Pain in Pregnancy. Spine, 19 (8), 894-900.

Valmynd